Fara í innihald

Spjall:Frjáls hugbúnaður

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er ekki bara hægt að segja að eitt skilyrðana sé að hafa aðgang að grunnkóða forritsins, í staðinn fyrir að hafa það tvisvar þarna? --Iceman 21:42, 23 ágú 2004 (UTC)

Ósköp leiðist mér sá háttur (sumra) tölvumanna að númera n liði frá 0 til n-1 en ekki eins og venja annarra er, frá 1-n. Það kallast í daglegu tali að telja :-) --Moi 21:52, 23 ágú 2004 (UTC)

Iceman breytti þessu í 1-4 og ég breytti þessu aftur í 0-3, ástæðan er sú að það er vísað í frelsi þetta sbr. „skv. frelsi 2.“, og er öll umræða komin í algera sýru þegar fólk fer að breyta tölum þessum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:19, 23 ágú 2004 (UTC)

Hlutir til að athuga[breyta frumkóða]

Þar sem þessi grein er búinn að vera í svoldlu feature creep upp á síðkastið vil ég benda á nokkra hluti áður en bætt er við hana, til að valda ekki ruglingi.

  • Ekki þarf alltaf leyfi frá höfundarétthafa til að hugbúnaðurinn teljist frjáls, þar sem hann getur verið í almannaeign sökum þess að höfundarréttur er útrunninn.
    • Ekki rétt: frjáls hugbúnaður er ekki það sama og hugverk í almenningi eða almenningseign. Frjáls hugbúnaður er áfram háður höfundarrétti af því að hluti höfundarréttar (sæmdarréttur) er óframseljanlegur. Einungis sá hluti sem snýr að fjölföldun, dreifingu, notkun o.s.frv. er framseljanlegur. --Akigka 22:17, 19 nóv 2004 (UTC)
      • Sæmdarréttur hefur að gera með höfundaheiður, höfundarsérkenni. Hann á að sjá til þess að verk séu ekki afskræmd svo höfundi sæmi ekki, og hefur þessi hluti berne sáttmálans ekki verið notaður yfir hugbúnað. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:41, 20 nóv 2004 (UTC)
      • (Sjá grein 6bis 1-3 í berne sáttmálanum). --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:45, 20 nóv 2004 (UTC)
        • Rétt: en þetta þýðir samt að höfundarréttur er ekki framseljanlegur á sama hátt og "copyright", sem skiptir ekki öllu máli í sjálfu sér, en þó rétt að athuga að GPL og félagar eru í samræmi við Bernarsáttmálann (og slík hugverk bera raunar oftast "copyright notice" höfundar eða FSF), en ætti ekki að rugla saman við verk sem eru komin úr höfundarrétti. Örlög slíkra verka geta verið mismunandi eftir ríkjum. Sbr. t.d. að Þjms áskilur sér greiðslur fyrir birtingu verka sem geymd eru í safninu, þótt þau séu löngu komin úr höfundarrétti og safnið hafi ekkert komið nálægt útvegun þeirra. Ekki gott mál, en engu að síður stundað, bæði hér á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Sums staðar áskilja samtök höfundarrétthafa sér sama rétt. Almenningseign=ríkiseign eins og ég sagði. Common Law módelið sem "copyright" vísar til er þó líklega algengara á heimsvísu. --Akigka 01:02, 20 nóv 2004 (UTC)
          • Hvaða orð leggur þú þá til að verði notað yfir það sem á ensku heitir "public domain" ? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:22, 20 nóv 2004 (UTC)
            • "Almenningur" eða "í almenningi" er eina rökrétta þýðingin á "public domain". Mér finnst bara ruglandi að tala um almenning og frjálsan hugbúnað í sömu mund þegar verið er að útskýra fyrirbærið á íslensku. Þjóðlendudeilan er t.d. ekki skiljanleg venjulegu fólki... Frjáls hugbúnaður ætti hins vegar að vera það. Auðvitað, ef einhver hér á landi gefur verk sitt út undir GPL, GFDL (eða CC PD for that matter) þá væri það af dómstólum túlkað sem framsal einkaréttarákvæðanna í höfundalögunum til "hvers sem er"(held ég: lögfræðiálit óskast), svo þetta er ekki stórmál. Engu að síður... --Akigka 01:42, 20 nóv 2004 (UTC)
              • STEF þýðir "public domain" sem almenningseign. --Sindri 17:02, 20 nóv 2004 (UTC)
  • Almenningur er ekki til í íslenskri (eða evrópskri) löggjöf nema sem þröngt skilgreindur beitarréttur eða þ.u.l. sbr. þýðingar á creative commons leyfunum þar sem almenningur er "leystur upp" í textanum.
    • Væri vel hægt að útskýra þenna mun á almannaeign, annars er markmiðið að útskýra þetta svo eigi við lagakerfi allstaðar, ekki bara í einni heimsálfu eða einu skeri út í atlantshafi;) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:41, 20 nóv 2004 (UTC)
      • Aðalatriðið er að lýsa fyrirbærinu þannig að það sé skiljanlegt á íslensku. Tilvísanir í "almenning" eða "almenningseign" skapa bara rugling af því að þessi hugtök hafa ekki sömu þýðingu á íslensku og ensku. --Akigka 01:02, 20 nóv 2004 (UTC)
  • Höfundur er ekki það sama og höfundarrétthafi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:21, 19 nóv 2004 (UTC)
    • Very right
  • Almenningsleyfi er bara þýðingaruppástunga á "public license" sbr. Mozilla public license. Fannst það þjálla en Frjáls hugbúnaðarleyfi... --Akigka 22:17, 19 nóv 2004 (UTC)
    • Gæti vel verið að hægt væri að nota "Almenningsleyfi" yfir "public licence" en það er valla "þjálla en" "frjáls hugbúnaðarleyfi" þar sem hugtökin tvö hafa mismunandi merkingar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:41, 20 nóv 2004 (UTC)
      • nja. við gætum ákveðið að nota "almenningsleyfi" í merkingunni "free software license". Spyrjum Stallman þegar hann kemur ;) --Akigka 01:02, 20 nóv 2004 (UTC)
  • ... og "gjafbúnaður" er þýðing á "freeware" sem var notuð í skýrslu nefndar menntamálaráðuneytisins um notkun hugbúnaðar í ríkisgeiranum. Hluti af uppfyllingu á þýðingarsamningnum við Microsoft á sínum tíma. --Akigka 22:20, 19 nóv 2004 (UTC)
    • Ég veit, en finnst það ekki eiga heima í greinninni, í þeirri ensku er þetta útskýrt sökum ruglings í enskri tungu þar sem eitt orð er yfir frítt og frelsi þar sem við höfum tvö, ekki er þörf á að útskýra mismuninn á milli þessa tvenns finnst mér þar sem enginn ruglingur er á ferð. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:41, 20 nóv 2004 (UTC)
      • Agreed: engin ástæða til að færa enskan hugtakarugling yfir á íslensku þar sem hann á ekki við. Samt finnst mér fólk vera að rugla þessu saman hér , jafnvel frekar en annarsstaðar. --Akigka 01:04, 20 nóv 2004 (UTC)
  • ... og ranting on, þá er notkun orðsins "frelsi" í greininni alveg á haus. Frelsi er ekki til í fleirtölu og því meikar engan sens að tala um frelsi 1, frelsi 2 o.s.frv. Einnig þá "uppfyllir" maður ekki "frelsi" eins og skilyrði. --Akigka 22:24, 19 nóv 2004 (UTC)
  • Og að lokum: Frjáls hugbúnaður er ekki hugtak heldur hugbúnaður... :-| --Akigka 22:42, 19 nóv 2004 (UTC)
    • Varla, hugbúnaður er forrit sem keyrt er af tölvu, en fráls hugbúnaður er hugtak sem notað er til að lýsa um það bil hvað þú mátt gera við þessi forrit. Hugtakið er þó ekki sjálft hugbúnaður þó því sé ætlað að lýsa hugbúnaði. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:41, 20 nóv 2004 (UTC)
    • Það er hugtak sem haft er yfir ákveðinn hugbúnað sem undir það flokkast, greininni er ætlað að skilgreina það. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:41, 20 nóv 2004 (UTC)
      • Þetta er spurning um textann. Miklu betra að nota "frjáls hugbúnaður" um þann hugbúnað sem er frjáls (þ.e. gefinn út undir GPL, LGPL eða samhæfðum leyfum) heldur en "frelsishugtakið í samhengi við hugbúnað"--Akigka 01:02, 20 nóv 2004 (UTC)
  • Vonandi verður svo betri grein úr þessu á endanum.

--Akigka 01:02, 20 nóv 2004 (UTC)

Bestun á þýðingunni[breyta frumkóða]

Ég var að enda við að skrifa á rglug póstlistann varðandi þýðinguna á frjálsu hugbúnaðarskilgreiningunni.

Hvað finnst ykkur hægt að bæta hér? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. febrúar 2008 kl. 00:22 (UTC)[svara]